Nú færum við sannleikann út úr fangelsinu í Alþingishúsinu.

Sannleikurinn

Sannleikurinn læstur inni á Alþingi.

Vegna persónulegra reikninga, fyrir tannbursta og tannkremi, þá læstu þingmenn allt bókhald um kreppuna inni í herbergi í Alþingishúsinu.

Bókhaldið er ef til vill upp á þúsundir milljarða króna, en tannburstinn og tannkremið, er ef til vill 300 krónur.

Þetta er gert til að fólkið geti ekki séð, hvernig það var rænt íbúðarhúsunum og atvinnu húsnæðinu.

Er þá líklegt að allt sem er utan sannleiks kompunnar, sé ekki sannleikur?

Hvað er ekki sannleikur?

Er það lygi?

Ekki endilega.

Það gæti verið fáfræði, það að skilja ekki málið.

Það gæti verið heimska, það að þekkja ekki heiminn, eða að mistúlka heiminn.

Ef þetta er sjúkdómur, hvaða meðal er þá best til að lækna Alþingismenn og okkur af þessum ekki sannleika.

Er ef til vill ráð að láta ferska vinda sannleikans, leika um Alþingi og okkur, með því að opna sannleikskompuna.

Þá verðum við að kenna þessum alsannleiks leitandi þingmönnum, að ekki á að segja frá tannbursta og tannkrems kaupum.

Ekki skal tala um ástamál eða einkasamtöl heimilismanna.

En, það á að vera réttur landsmanna að fá að vita hvernig þeir voru féflettir, og hvernig hægt er að lagfæra fáfræðina og heimskuna, sem gerði það mögulegt að færa eignirnar frá fólkinu.

Ef til vill ættum við að ítreka, að ekki má dæma fólk fyrir fáfræði og heimsku.

Það myndi gagnast okkur öllum.

Við munum, að við skildum ekki að peningar eru aðeins bókhald, þannig að fjármálafyrirtækið, lánar okkur ekki neitt.

Ekki gengur að stinga okkur öllum inn fyrir fáfræðina og heimskuna.

Þá förum við allir á fundina hjá þingmannaefnunum, og þeir og við segjum í sameiningu.

Við skildum ekkert í þessu, að verðbólgan hækkaði verðið á öllu, og svo þegar við bjuggum til verðhjöðnunina, þá hvarf eign fólksins.

Þá tók fjármálafyrirtækið eignirnar, það er íbúðarhúsin, atvinnuhúsnæðið og fyrirtækin á brot af verðmæti eignanna.

Til dæmis segir greinin í Dagblaðinu, 08.10.2016 að bankarnir hafi verið seldir, Landsbankann fyrir 1%, Glitni fyrir 3% og Kaupþing dýrastur fyrir 6%.

Svo seldu fjármálafyrirtækin allt saman á 100% eða 110%.

Auðvitað þurftum við að selja vinum og vandamönnum á vina verði, er það ekki bara sanngjarnt?

Nú færum við sannleikann út úr fangelsinu í Alþingishúsinu.

Nú látum við íbúðalánasjóð lána beint út úr Sjóði – 0, vaxta laust, 0,1% umsýsla.

Síðan þegar við höfum byggt húsið, þá er það veð fyrir bókhaldstölunni sem við skrifuðum í Sjóð – 0.

Mikið er þetta nú allt einfalt.

Bið ykkur vel að lifa.

Egilsstaðir, 09.10.2016 Jónas Gunnlaugsson


Bloggfærslur 9. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband