Þ E I R - G R Æ N U

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/greenp6.html Þ E I R - G R Æ N U

 

Umhverfisverndarmenn sem hafa mótmælt mengun þjóðanna,
á ám, vötnum, landi og höfum, hafa verið hundeltir af lögreglu,
stofnunum og fyrirtækjum.

 

Þessar stofnanir og fyrirtæki hafa stöðvað peningagreiðslur til þeirra rannsóknastofa,
og stundum myrt þá vísindamenn og aðra, sem lögðu umhverfisverndarmönnum lið.

 

Miklar greiðslur hafa aftur á móti komið til þeirra vísindamanna,
sem þjónað hafa misskildum hagsmunum kjarnorkufyrirtækja,
efnaiðnaðarfyrirtækja og hvalveiðifyrirtækja.

 

Kjarnorkufyrirtækin og efnafyrirtækin hafa reynt að fá starfsleyfi,
og möguleika á að henda baneitruðum úrgangi,
á landið, í árnar eða í hafið.

 

Hvalveiðifyrirtækin hafa reynt að halda áfram rekstri.
þó að áhöld væru um hvort að hvalastofnarnir,
þyldu meiri veiði.

 

Þegar þeir grænu hafa reynt að vekja athygli á menguninni,
við kjarnorkuverin, efnaverin, og allsstaðar til lands og sjávar,
hefur lögreglu með hjálma, skildi, kylfur og táragas,
verið sigað á þá.

 

Í Auckland á Nýja-Sjálandi, fórst einn maður, þegar skipi Grænfriðunga var sökkt,
af frönsku leynilögreglunni, þegar Grænfriðungar reyndu að vekja athygli á,
kjarnorkusprengingum, og kjarnorkumengun Frakka við Moraroa í Kyrrahafi.

 

Í Atlanshafi hefur Grænfriðungum tekist með miklu harðfylgi,
og oft með því að leggja sig í lífshættu,
þegar eiturtunnum hefur verið kastað ofan á gúmhraðbáta þeirra,
að vekja almenna hræðslu vegna mengunar hafanna.

 

Ekki er í dag vitað, hvort Grænfriðungum hefur tekist að bjarga fiskistofnum Íslendinga,
af því að eiturtunnurnar eru smátt og smátt að ryðga í sundur og menga þá fiskistofnana.

 

Á Íslandi greiða hvalveiðarnar, stundaðar af Hval h/f og ríkinu,
tugi miljóna króna til Hafrannsóknastofnunar,
að því er virðist til að geta haldið hvalveiðum áfram.

 

Í útlöndum er mjög algengt, að reynt sé að halda stórhættulegum,
kjarnorkuverum og efnaverum gangandi,
vegna gróðahagsmuna eigendanna.
Eru þá greiddar himinháar upphæðir,
til að reyna að fela eiturefnaleka,
og til að fá sérfræðingastimpil á reksturinn.

 

Egilsstöðum, 16.3.1989 Jónas Gunnlaugsson
jonasg@ismennt.is

 

heim

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband