R E Y N S L A - A L D A N N A

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/aldanna6.html 

R E Y N S L A - A L D A N N A
(english)

Í litningunum er þekking fortíðarinnar ofin í efnið.

Þar geymir hvert lífsform, reynslu og þekkingu ármiljóna, til nota fyrir nútíðina og framtíðina.

Flest lífsform á þurrlendi í dag, eru í hitabeltisskógum jarðarinnar.

Þessa skóga, erum við nú að höggva og brenna, og þar með þekkingu og reynslu fortíðarinnar, eða jafnvel sköpunina sjálfa.

Við eyðum þessum söfnum, eða gagnageymslum, og höfum nú þegar glatað stórum hluta af þekkingunni.

Þessa þekkingu átti að nota til að móta lífsform framtíðarinnar, kjötbollutré, fiskibollutré, upphitunnarrunna, ljósatré og áltré.

Íslensku plönturnar lögum við að þörfum okkar, sortuberið, eða mjölið, verður 1 kg, krækiberið, bláberið, hrútaberið
verða eins og vínber eða stærri, barrtrén verða með alls konar ávöxtum, og ekki má gleyma eininum

Fífan og loðvíðirinn verða mun loðnari, með 10 til 20 cm þráðum, sem við notum til vefnaðar, íslensku belgjurtirnar nýtum
við og svona má halda áfram.

Í Canada er til plöntuafbrigði, sem hefur innbyggt upphitunarkerfi. Sumar plöntur mynda áburð úr loftinu.
Þessa eiginleika eigum við að innbyggja í ýmsar af okkar plöntum.

Hvað getum við gert til að hjálpa þeim, sem nú fella hitabeltisskógana, eða gagnageymslurnar,
til að lifa góðu lífi, um leið og þeir nýta og gæta einhverrar mestu auðlegðar veraldarinnar.

Egilsstöðum, 6.12.1988, Jónas Gunnlaugsson

Sendu ábendingar til: jonasg@ismennt.is

heim


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband