Ég er að nota 15 ára gamlann Husqvarna garðtraktor, mjög góðann, og þó bilar aðeins, til dæmis handfang á graskassanum, og þá notar maður slöngu og smá reipi og hring rær, þá er málið leyst.
Gormurinn yfir í arminn á kúplingunni fyrir sláttu hnífana hefur eytt járninu og gormurinn þá slitnað út úr gatinu.
Þá leysum við það þannig, að við beyjum gyrði með götum yfir kúplingsarminn, og læt götin passa saman, skelli gorminum í, og þá virkar kúplingin. Betra að setja bensli ill að gyrðið smegist ekki af.
MHG, átti kúplingu, en viðgerðarmaðurinn vill sjóða í gatið og leysa málið þannig.
Tækið virkar vel þangað til.
Þetta er líkt því, þegar íslenski bóndinn byggði útihús, gripahús, þá notaði hann það byggingatefni sem hann hafði til tækt, til dæmis traustann timburvegg í norður, steypuvegg í austur til að standast rigninguna, samtíning af steinum úr brotnum múrvegg í suður og í vestur torf og grjót. Þakið járnklætt með torfi til einangrunar.
Málið leyst, gripirnir í gott hús fyrir veturinn.
Klikka, myndir þá stærri
Egilsstaðir, 24.06.2019 Jónas Gunnlaugsson
Bloggar | Breytt 2.7.2019 kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)