Lánuðu alþjóða bankarnir einkabönkunum á Íslandi til fjögura ára, og þeir mættu lána til 20 ára, þeir myndu framlengja lánin, og svo fellt bankana, ótækt væri að smáþjóðin, gæti rekið bankastarfssemi á heimsvísu, jafn vel og Citty of London?

Þá færu allir að skilja að þetta var aðeins að vera snjall í bókhaldi. 

000

Árás Breta, ýmissa þjóða og Evrópusambandsins á Ísland

Með hryðjuverkalögunum tóku Bretar traustataki eigur tveggja af þremur stærstu bönkum Íslands í London

og einnig eignir Seðlabanka Íslands og gull og gjaldeyrisvarasjóð Íslands sem geymt var í London.

 

Þetta hafði þær afleiðingar að bankakerfið á Íslandi hrundi.

Þá stóðu Íslendingar frammi fyrir því að þeir gætu ekki greitt fyrir mat, lyf , eldsneyti og aðrar nauðsynjar.

 

Þá komu Bretar og Evrópusambandið með minnismiða, (letter of understanding) og sögðu að ef Íslendingar skrifuðu undir að þeir væru reiðubúnir að greiða fyrir mistök Evrópska bankakerfisins,

þá fengu þeir aðgang að eigin gjaldeyri til að kaupa mat, lyf og nauðsynjar.

 

Íslendingar gáfust auðvitað strax upp, báðu um miskunn, og skrifuðu undir að þeir skulduðu Bresku og Evrópsku handrukkurunum geysilegar upphæðir.

 

Þá fengu Íslendingar aðgang að eigin gjaldeyrisvarasjóði, til að greiða fyrir matvæli.

 

Ekkert af þessum fjárhæðum voru skuldir Íslands, samkvæmt Evrópulögum.

 

Fjármálaveldið var skelfingu  lostið, ef ríkistjórnir greiddu ekki skuldir einkageirans, yrði að skipuleggja allt upp á nýtt.

 

Nokkur lönd í Evrópu hafa lánað einkageiranum í ýmsum löndum miklar fjárhæðir, og eru nú orðin hrædd um að fá þá fjármuni ekki til baka.

 

Þá er reynt að búa til fordæmi á Íslandi, hvernig slík dæmi skuli leyst, að er að láta alþýðu landanna borga með sköttum,

mistök og spilamennsku fjármagnseigenda.

 

Nú fellum við gamla rotna fjármálakerfið og skipuleggjum allt upp á nýtt.

  

Egilsstaðir,  07.03.2010 Jónas Gunnlaugsson

 

Skáldsaga?

Svo virtist sem alþjóða bankarnir hefðu lánað einkabönkunum á Íslandi til fjögura ára, og sagt þeim að þeir mættu lána til 20 ára, alþjóðabankarnir myndu framlengja lánin.

 

Svo var allt í einu lokað á lánin til einkabankana, þá hafði verið ákveðið að fella Íslensku bankana, ótækt væri að Íslendingar, smáþjóðin, gæti rekið bankastarfssemi á heimsvísu, jafn vel og Citty of London. 

 

Þá færu allir að skilja að þetta var aðeins að vera snjall í bókhaldi.

 

Skáldsaga, hvernig á ég að vita það, hef enga hugmynd, en við lesum um þetta og hitt, og hvað er satt, fæstir vita það. 

 

En, að peningar eru bókhald, það vita allir sem hafa kynnt sér málefnið.

 

Egilsstaðir, 09.02.2020  Jónas Gunnlaugsson

Egilsstaðir, 09.02.2020  Jónas Gunnlaugsson


Bloggfærslur 10. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband