Englar, fullkomlega mennskir. Þeir hafa andlit, augu, eyru, brjóst, arma, hendur og fætur. Þeir sjá hvor aðra, heyra í hvor öðrum og tala saman. Í stuttu máli; þá skortir ekkert sem mennirnir hafa að því undanskildu að þeir búa ekki yfir efnislegum líkama

 

Swedenborg leggur áherslu á að við erum öll fædd til himnavistar; ef við endum ekki þar er það vegna ákvarðana okkar í lífinu.

000

Swedenborg sannaði sig á ýmsan máta. Hann lýsti bruna í Stokkhólmi og var þá staddur í Gautaborg.

Einhver fyrirmaður skrifaði niður það sem Swedenborg sagði, og þegar fréttir af brunanum, komu viku seinna, þá reyndist það satt sem Swedenborg hafði sagt.

Skrifað eftir minni.

000

Leitað að skrifum um sama atburð.

https://www.sott.net/article/277386-Visions-of-the-Impossible-How-fantastic-stories-unlock-the-nature-of-consciousness

There was more to Kant-s fundamental insight than philosophical precision.

On August 10, 1763, the philosopher marveled (in a private letter) at the clairvoyant abilities of the Swedish scientist-seer Emanuel Swedenborg, who, in 1756, related to some dinner guests, in Gothenburg, the precise details of a fire advancing in a southern suburb of Stockholm, 50 miles away.

From 6 to 8 in the evening, he reported on the fire's advance until it was finally put out, just three doors from his own house.

In the next few days, Swedenborg's account was investigated and confirmed by the political authorities after the news spread and the governor got involved.

But here is the catch: Kant may have clearly accepted in private the empirical truth of such an extraordinary event, but he mocked and made fun of Swedenborg in public.

There is that professional fear again.

000

Englar

https://swedenborg.com/emanuel-swedenborg/explore/angels/#angels-marriage

Í skrifum sínum lýsir Swedenborg oft fyrirbærum sem hann hefur upplifað á himnum, þ.á m. samræðum við engla. Margar kenningar líta á engla sem yfirnáttúrulegar verur en Swedenborg heldur því fram að allir englar hafi eitt sinn verið mannverur sem lifðu á jörðinni:

Á grunni reynslu minnar, sem spannar nú nokkur ár, get ég með fullvissu sagt að í sinni mynd eru englar fullkomlega mennskir. Þeir hafa andlit, augu, eyru, brjóst, arma, hendur og fætur. Þeir sjá hvor aðra, heyra í hvor öðrum og tala saman. Í stuttu máli; þá skortir ekkert sem mennirnir hafa að því undanskildu að þeir búa ekki yfir efnislegum líkama. (Úr bókinni Himmel och helvete bls. 75)

Allar manneskjur á jörðinni geta orðið englar, án tillits til hvaðan þær eru eða hvaða trúarbrögð þær aðhyllast.

Swedenborg leggur áherslu á að við erum öll fædd til himnavistar; ef við endum ekki þar er það vegna ákvarðana okkar í lífinu.

Birtingarmynd Þegar fólk kastar sínum líkamlega ham og fer yfir í andaheiminn þá er það fyrst í stað mjög líkt því sem það var á jörðinni. Með tímanum kemur hið innra sjálf hins vegar í ljós og það breytir því hvernig það birtist öðrum.

Englar verða æ fallegri eftir því sem þeir komast nær Drottni: „Ég hef litið ásjónur engla í þriðja himni sem voru svo fagrar að enginn málari, með alla sína leikni, gæti náð fram broti af ljósi þeirra með litum sínum eða neitt sem jafnast á við þúsundasta hluta af ljósinu og lífinu sem skín af ásýnd þeirra.“ (Úr bókinni Himmel och helvete, bls. 459)

Englar hafa hvorki geislabauga né vængi og Swedenborg segir að fötin sem þeir beri breytist eftir ásigkomulagi þeirra, stundum án þess að englarnir sjálfir séu meðvitaðir um að fötin hafi breyst.

Englar hinna hæstu himna gætu virst vera klæddir í geislandi ljós vegna þess að bjart ljós samsvarar visku.

Á svipaðan hátt, þegar í Biblíunni er talað um fólk „sveipað skikkju réttlætis“ (Jes 61.10), þá er ekki verið að tala um raunveruleg klæði heldur frekar um fólk sem ann sannleikanum og lifir samkvæmt honum.

Fatnaður engla er því í raun, um leið og hann virðist vera áþreifanlegur, í samræmi við andlegt ástand þeirra.

Englar líta allir unglega út. Þetta er vegna þess að „fólk á himnum er í stöðugri framför í átt að vori lífsins“.

Swedenborg bætir við: „Því fleiri þúsundir ára sem þeir lifa þeim mun ánægjulegri og hamingjusamari er þeirra vortími.“

Einnig þetta er í fullu samræmi við sífellt vaxandi dýpt þeirra á andlega sviðinu.

„Þetta heldur áfram að eilífu og eykst samkvæmt vexti og stigi kærleika þeirra, íhygli og trú.“


Bloggfærslur 3. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband