Bankarnir búa til peninga

http://www.herad.is/y04/1/2010-09-11-peningar-i-umferd.htm 

Nú er sagt að ríkistjórnir búi til gjaldmiðil fyrir 3% af þeim peningum,

sem eru sagðir í umferð.

Bankarnir búa til 97% af þeim peningum sem eru í umferð.

Áður kom meirihluti peninga í umferð frá ríkistjórnum.

Það þýddi að öll skuldin var við ríkið, þannig að ríkið skuldaði engum,

þá peninga sem voru í umferð.

Nú verðum við að láta ríkin, þjóðirnar, fólkið,

eiga alla peninga sem eru settir í umferð.

Hugsanlega gætu bankar búið til peninga, ígildi peninga,

en þeir væru þá alltaf eign alþjóðar í bankakerfinu.

Þegar bankinn býr til peninga (, bankinn býr til peninga)

til að byggja hús , álver, eða hvað sem okkur dettur í hug,

á sá peningur að vera eign ríkisins.

Þá er nauðsynlegt að menn telji að framkvæmdin sé til gagns,

húsið nýtist og álverið framleiði ál sem þörf er fyrir

á samkeppnishæfu verði.

Þegar bankinn býr til peninga til að fjármagna hlutabréfa kaup,

þá er oft ekkert á bakvið bréfin, slík viðskipti eru oft þannig,

að ekkert eða lítið af eignum er í hlutafélaginu.

Jafnvel í slíkum loft viðskiptum, póker, er mun betra að þjóðirnar,

eigi loft peninginn, þá getum við afskrifað peningana.

Nú er verið að neyða þjóðirnar til að greiða loftpeninga,

sem alþjóða bankakerfi veraldarinnar bjó til.

Reynt er að láta þjóðirnar trúa því að þær hafi stjórnað peningamálunum.

"Þú skalt trúa því að rófan veifi kettinum, en ekki kötturinn rófunni."

Að sjálfsögðu voru það reglur Alþjóða bankakerfisins, sem stjórnuðu öllu.

Velt vöngum, 11.09.2010, jg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband