Þ R Æ L A R N I R

 http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/thraela6.html

Þ R Æ L A R N I R

Hvernig er hægt að blinda fólkið, þannig að hægt sé að þrælka það.

Náttúran hefur sett ýmsar hvatir í lífverurnar, til að þrýsta þeim til að fjölga sér.

Þegar lífverurnar eru önnum kafnar við að fullnægja þessum hvötum,
yfirgnæfa hvatirnar önnur skilningarvit, þannig að lífverurnar gá ekki að umhverfi sínu.

Ef hægt er að láta lífveru ýta undir hvatir sínar, þannig að þær verði alsráðandi,
verður lífveran föst í vímum og nautnum, og önnur skynjun sljófgast.

þá getur rándýrið eða veiðimaðurinn nálgast lífveruna og étið hana.
Okrarinn getur náð auðæfum landsins, löndum, húsum og vinnu fyrir lítið,
hjá okkur mönnunum.

Ef við viljum að þetta gangi mjög vel er hægt að ýta undir þessar hvatir,
með því að setja ávanaefni í neysluvörur, svo sem alkohól, nicotin coffein og sykur.
þá borðum við og drekkum af nautn, en ekki af venjulegri þörf.

Þegar við höfum aukið þetta með auglýsingum á bjór og "bjórkrám, áfengi og ""börum"",
sælgæti og öðrum" munaðarvörum, má segja að við séum orðin föst í vímu og girnda neti.

Stundum er sagt í gömlum bókum um svipað ástand, að við séum eins og maðkar,
nuddandi okkur utan í vímu og girnda slepju, sem klessist í skilningarvitin,
og gerir okkur ófær um að verjast arðráni og þrælkun.

Hver hefur hag af að vímu og girnda slepjan, klessist í augu og eyru þjóðarinnar,
þannig að sjálfstæð hugsun og skilningur nái ekki að blómstra.

Hver vill arðræna, afvegleiða og pretta þjóðina. Svari hver fyrir sig.

En hver hefur hag af því, að þessi slepja hreinsist úr skilningarvitum þínum?

Auðvitað þú sjálfur, rístu upp og brjóttu af þér ok vímu og girnda og sópaðu út.

Egilsstöðum, 18. mars 1985 Jónas Gunnlaugsson

jonasg@ismennt.is

heim


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband