Sett á blogg: Ómar Ragnarsson
Orðin "hratt kólnandi" sjást ekki lengur. En hve lengi?
Þetta eru góð línurit hjá Ágústi H Bjarnasyni.
Þarna sjáum við hvernig hitinn hefur hækkað og lækkað yfir árþúsundin.
Við áttum okkur einnig á því, hvernig stórfyrirtækin reyna að gera okkur hrædda með því að mæla aftur í kuldapollinn 1850.
Þegar við erum orðnir hræddir þá er sagt að við verðum að samþykkja lög.
Inn í lögin er lætt reglum sem henta stórfyrirtækjunum.
Þetta var gert árið 1900 til 1913, þá var búin til hver kreppan af annarri, þar til allir heimtuðu breytingar.
þá voru stórfyrirtækin til búin með lög sem færðu peningabókhaldið, peningaprentunina til stórfyrirtækjanna. Við þurfum að fá svona menn eins og Ágúst H Bjarnason til að fræða okkur.
Að sjálfsögðu eigum við að takast á við mengunina.
Alls ekki gera stórfyrirtækin að einræðisherrum yfir jörðinni.
000
frá: Ágúst H Bjarnason
klikka á myndina
000
Slóðir
Jónas Gunnlaugsson | 14. september 2016
Jónas Gunnlaugsson | 12. nóvember 2016
Egilsstaðir, 18.11.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 18.11.2016 kl. 21:04
Ágúst H Bjarnason hefur nefnt að við vitum ekki hvað hefur orsakað hlýnunina í núinu.
Við vitum ekki hvað orsakaði hlýnunina um og fyrir árið 1000, eða hlýnunina fyrir 2000 árum, Roman varm period.
Við vitum ekki hvað orsakaði hlýnunina, Minoan varm period fyrir 3300 árum.
Við vitum ekki hvað orsakaði hlýnunina aftur og aftur, undanfarin 10000 ár.
Þess vegna látum við engan ræna okkur vitinu með einhliða upplýsingum.
000
Frá: Ágúst H Bjarnason
klikka á myndina
Hér er myndin, GISP 2, GREENLAND
Mynd 1: Niðurstöður mælinga á ískjörnum fengnum úr rúmlega 3000 metra djúpri holu sem boruð var í Grænlandsjökul. Skammvinn hlýskeið eru sýnd með grænu.
Stækka má myndir með því að smella á þær.
000
Bið ykkur vel að lifa.
Egilsstaðir, 19.11.2016 Jónas Gunnlaugsson
Hitabylgja á norðurskautinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir utan það, þá bráðnar ísinn, vegna möntuls jarðar ... hitastigið innanfrá, er að aukast.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.11.2016 kl. 09:36
Jónas svo er til veðursaga okkar en einhver góður maður tók allar veðurlýsingar úr sögu og annálunum okkar. Ég á þetta rit í tölvunni.
Þessi veður sögu útdráttur passar alveg við línuritið sem þú sínir. Það er meira að segja sagt að skipaferðir lögðust af um atlantshafið svo þessar lýsingar náðu út fyrir Ísland.
Það sem skeði að mínu viti hér áður þegar við vorum ungir menn þá var rusli hent í sjóinn og frægasta viðmiðið var bryggja milli Ísafjarðar og Hnífsdal þar sem sorpi var sturtað í sjóinn og sama á fiskiskipum sem flutningaskipum.
Þetta var en svo tóku menn sig á og hættu. Stóriðnaðarborgir í vestræna heiminum breyttu þessu og ég sem var í fluginu sá kolareyk allstaðar en svo örfáum eftir var allt orðið hreint.
Á sama tíma byrjuðuð skólar að kenna börnum að menga ekki sem fólst aðallega í því að henda ekki rusli út um bílgluggann en það var aldrei alvarlegra en það hér á landi en menn áttuðu sig ekki á að frá því um 1965 eða fyrr var komið minni mengunar átak samt var hamrað á börnum að heimurinn myndi farast ef ekkert yrði gert.
Þessi þ.e. sú kynslóð vissi ekki hvernig þetta var eins og við sem vorum eldri hafði engin viðmið hvort mengun sé að minnka eða ekki en svona magnaðist mengun í huga manna og nú er þetta orðin aðalatvinnuvegur margra sem stjórnvöld ríkja borga fyrir.
Valdimar Samúelsson, 23.11.2016 kl. 10:30
Valdimar Samúelsson
Komdu með þetta rit á bloggið og við dreyfum því út um allt, og geymum það heima.
Vonandi er það ekki ólöglegt.
Er að setja niður 100 túlípana, var búinn að setja niður 230.
Mikið að gera
Egilsstaðir, 28.11.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 28.11.2016 kl. 13:05
Ég finn þetta örugglega. Heyrðu Jónas þar sem þú talar um túlípana, ert þú með gróður reitinn upp í öræfunum norðan við Vatnajökul.
Valdimar Samúelsson, 28.11.2016 kl. 13:56
Ég lét sjóða bílkúlu á járnkarlinn að aftan. Þá get ég sett niður lauka þótt jörðin sé aðeins frosin. Ég sný járnkallinum öfugum og set laukinn í holuna sem kemur eftir bílkerru kúluna. Ég get notað gróðursetningar staf, en ímyndaði mér að kúlan skemmdi laukana frá því í fyrra minna, ef laukurinn kæmi upp aftur. Ég set laukana í grasið við hliðina á gangstéttinni, fjórar raðir, í seinni tíð, 50 til 60 cm háa, þá get ég trassað eitthvað að reita grasið,eða reitt sjaldnar. Svo slæ ég grasið og laukana. Ef að við fengjum kalt vor er spurning hvernig laukarnir stæðu sig.
Jónas Gunnlaugsson, 13.12.2016 kl. 04:42
Hvernig get ég smækkað myndina, eða eytt athugasemdinni og sett nýja með minni mynd?
Jónas Gunnlaugsson, 13.12.2016 kl. 04:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.