Hver er svo spakur að geta sagt okkur hvort þessir nýju geymar eru jafn góðir og efnarafallinn, sem Björn Kristinnsson, sagði okkur frá, 03.06.2001
http://jonasg-eg.blog.is/blog/jonasg-eg/entry/1225726/
000
Ál er fullt af efnaorku, segir Björn Kristinsson, alveg eins og olía og kol.
Egilsstaðir, 20.04.2017 Jónas Gunnlaugsson
000
Ekki hefur frést af geyminum, efnarafalnum síðan að hann var keyptur af núverandi aðaleiganda Aluminium-Power Inc. og Trimol Group, Inc. sem er fjármálamaðurinni dr. Boris Birshtein.
Helst leit út fyrir að efnarafallinn hafi verið keyptur, af olíufélögunum, til að taka efnarafalinn af markaði.
Mér mistókst að setja inn myndirnar, í fyrri athugasemd.
Lesa greinina eftir Björn Kristinnsson, á slóðinni,
Fyrirtæki og framleiðendur
Upphaf þessa efnarafala er hjá fyrirtækinu Aluminum-Power Inc. í Toronto í Kanada og fékk það einkaleyfi á aðferðinni, sem notuð er.
Næst yfirtók fyrirtækið Trimol Group, Inc. í New York málið og stefnir að víðtækri markaðssetningu.
Nýlega hefur svo franska stórfyrirtækinu Sagem SA verið veitt framleiðsluleyfi, sem það hyggst nota við farsíma sína.
Núverandi aðaleigandi Aluminium-Power Inc. og Trimol Group, Inc. er fjármálamaður að nafni dr. Boris Birshtein. Hann virðist vera mjög litríkur persónuleiki, er upprunninn í Litháen og hefur haft sterk viðskiptatengsl í fyrrverandi austantjaldsríkjum og var ráðgjafi framámanna þar. Hann býr í Bandaríkjunum og hefur einnig náin tengsl við ráðamenn á Vesturlöndum, í Evrópu og Ameríku, hann þekkir alla!
Trimol Group, Inc. stefnir nú að framleiðslu og markaðssetningu á efnarafalatækninni.
Egilsstaðir, 20.04.2017 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.