Sett á blogg: Sveinn R. Pálsson
https://svennip.blog.is/blog/svennip/entry/2208579/
Gleðileg jól og nýtt ár. Það er gaman að fylgjast með ykkur. Eingetinn ? það er ekkert mál hafir þú þekkinguna. Guð er andi, var einhvern tíman sagt.
Virðist sem hugurinn, andinn komi við söguna, hvaða leið sem hann velur sér. Ég hef ekki heyrt að Jesú hafi nefnt það að hann hafi verið eingetinn, enda skiptir það engu máli. Ætli við séum ekki allir getnir af andanum.
Ef til vill er þroski í því að koma til jarðarinnar í líkama,og vera bundin í honum, og verða að nota samskipta möguleikana sem hann býður upp á.
Mig minnir að hugmyndir líkar því sem Jesú boðar, séu finnanlegar í Gyðingdómi fyrir Krist.
Þegar við segjum að þetta sé svona en ekki hinsegin, þá förum við með varúð. Ekki er gott að trúa því að við skiljum allt.
Það var gaman að sjá þegar Nikola Tesla sagði við blaðamanninn sem sagðist ekki skilja hvað Tesla var að segja.
„Blaðamaður: Þú sagðir að ég sé, eins og allar sköpunarverur, ljósið. Þetta kitlar hégómagirnd mína en ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki nógu vel.
Tesla: Hvers vegna ættir þú að skilja, herra Smith?
Trúðu því bara. Allt er ljós. Í einum geislanum eru örlög þjóðanna, hver þjóð á sinn geisla í þessari miklu ljósuppsprettu sem við köllum sól.“
Hvernig, getum við ætlast til að einhver sem hefur ekki lært kjarnorku eðlisfræði, skilji teikningar og útskýringar kjarnorkueðlisfræðingsins.
Við verðum aðeins að trúa.
Við getum að vísu lesið okkur til yfir allt lífið og safnað reynslu, en sumu verðum við að trúa, ekki síst útfærslunum og aðferðafræðinni sem kjarnorkueðlisfræðingurinn lærði í skólanum.
En aftur á móti er nústaðreyndatrúin, það er það sem við teljum vera staðreyndirnar í dag, oft fjötur sem við erum fastir í.
Stóra málið er að opna fyrir sköpunargáfuna, og leita lausna.
Ef við leitum ekki, þá finnum við ekki, og jafnvel þótt við finnum, þá getur nústaðreyndatrúin verið svo sterk að við lokum augunum fyrir því augljósa.
Nikola Tesla sagði, „allt kemur frá kjarnanum, ég sæki allt þangað.
Hann talaði um kjarnann, eins og við myndum tala um Heilagan anda eða Guð.
Gangi ykkur allt í haginn.
000
20.12.2017 | 18:24
Egilsstaðir, 26.12.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.12.2017 kl. 15:43
000
slóð
000
slóð
000
Egilsstaðir, 27.12.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 27.12.2017 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.