Við verðum að taka vel eftir því, hvaða greinar eru valdar í blöðin. Eigandi fjölmiðla, ræður starfskraft til að starfa hjá sér.
Ef starfskrafturinn velur oftast umsögn frá aðila sem túlkar einn ákveðin hugmyndaheim, þá er hann að hygla því sjónarmiði.
Það getur verið gott, skásta sjónarmiðið, en olíupeningar geta keypt marga fjölmiðla, og það getur peningaprentun fjármálakerfisins, líka.
Það að ráða yfir auðlindum, og skrifa einnig peningabókhaldið, gefur mikil völd.
Við höfum látið spila með okkur, þegar sá sem heldur peningabókhaldið, þykist lána þjóðunum verðmæti.
Munum að ef 100 + kynna sér fjármálakerfið, þá fer hinn almenni einstaklingur að skilja það líka í gegn um alheims vitið.
Svo koma fjölmiðlarnir, og túlka hugmyndaheim sem eigendurnir telja að hjálpi til við að afvegleiða fjöldann.
Nú um stundir, byggist þessi hugmyndaheimur á þrívíðum tíma heimi, sem er alltof einhæf heimsmynd.
Engin vísindamaður, sem er að rannsaka heildar veruleikann, lætur sér til hugar koma, að binda sig við smáhorn af sannleikanum.
Menntakerfið fari á fullt í að kenna víðheiminn, fjölvídda bylgjuheiminn.
Þegar við segjum að allt vitið, og allir möguleikarnir, séu í eternum, súpunni, geisla þrívíða skjánum, sem við lifum í, þá þarf að hyggja betur að því.
Við horfum á sjónvarpsefnið, streyma til okkar á flatsjónvarpsskjánum, lýsingar á fortíðinni, nútíðinni og hugmyndum um framtíðina.
Engum dettur í hug að segja að þetta sé allt í flatskjánum sem slíkum.
Þetta er búið til af sköpunar andanum í fólkinu sem býr til sjónvarpsefnið.
Það er alveg eins, með allt sem á sér stað í þrívíða sjónvarpsskjánum sem við lifum í, það er allt til komið frá sköpunar andanum, sem við segjum að Guð hafi blásið í fólkið.
Munum að Guð er andi, sköpunar andi.
Við höfum litla eða enga möguleika til að lýsa Guði, sköpunarandanum, ekki frekar en ánamaðkurinn geti lýst mannheimum.
Til að við fáum víðari sýn, þurfum við að vilja meðtaka ný og aukin skilningarvit.
Þeir sem leituðu nýrra lausna, sköpuðu nútíma heiminn.
Ef við leitum ekki að nýjum lausnum, þá finnum við þær ekki.
Nú förum við á fulla ferð í leita að og skapa betri heim með ljósinu og litunum, og munum að nóg er til.
Egilsstaðir, 20.05.2018 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.