Við seljum ekki lönd og eignir, til að verða leiguliðar elítunnar. Fjölskylda eigi sína fasteign, og byggi upp landið og þá heiminn. Munum að konan er heimilið og þjóðin. Íbúðarhúsið, íbúðin, er fyrir konuna og heimilið, ekki spilaverkefni fjárfesta.

Sett á blogg:  Valdimar Samúelsson

Hin óhugnarleg sala jarðeinga krefst þess að Ríkið verður einusinni að standa með fólkinu en þeir hafa leyft sölu á yfir 30% að jörðum sem þessi þjóð á. Setja verður neyðarlög strax og endurkröfu öll vötn, ár og afréttalönd svo það verði þjóðareign.

https://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/2220076/

 

Eins og sagt er í athugasemd, þá þarf Ríkið aðeins að greiða fyrir verðmatið, verðmætið. Þá hefur Ríkið eignina.

Ef ríkið skrifar peningabókhaldið, þá getur það skrifað töluna, og skuldar engum.

Einhversstaðar sá ég að aðilar voru að vandræðast með það , hvernig Bandaríkin gætu greitt allar útistandandi skuldir.

Þá kom einn með svarið, engin vandi, þeir skrifa aðeins ávísun í dollurum og borga skuldirnar.

Það er að Bandaríkin hætti að taka lán hjá einkabanka, sem skrifar aðeins töluna, og skrifi töluna sjálf.

Þetta gætu verið gamlar upplýsingar. Fasteignaskattur skal vera 1,32% af ... Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fasteignaskatt 

af bújörðum á meðan þær eru nýttar ...

Fasteignaskattur fer til sveitarfélagana, þannig að við verðum að taka tillit til þess, þegar við endurheimtum landið, landareignirnar og íbúðarhúsin.

Þarna mætti setja í lög að fasteignaskattur væri 2%, og færðist sá partur, 2% af jörðinni sem eign á Ríkið.

Ef bóndi fær erfðafestu á jörð, og verður þá varðgæslumaður yfir landareigninni, þá fær hann greitt fyrir þá vinnu.

Bóndinn, fjölskyldan, á að ráða við að byggja jörðina. Sjálfstæðir bændur gætu haft samráð með nýtingu jarðanna.

Fjölskyldurnar, eiga að eiga íbúðirnar og íbúðarhúsin. Úti um landið, á að vera mikið af íbúðum og íbúðarhúsum til nota í ferðaþjónustu.

Ef náttúru hamfarir verða á landinu, þá er hægt að nýta þessar íbúðir fyrir fólkið.

Vel má hugsa sér að sumarhúsið, sé um leið varahúsnæði.

Mjög gott er að fjölskyldurnar sjái um leigu á einni eða tveimur íbúðum í ferðaþjónust, og læri þannig að bjarga sér.

Ef til vill átti að lækka hótelskattinn, en ekki að íþyngja atvinnusköpun heimilanna, með því að hækka skattinn á nýsköpunnar bjargræði heimilanna.

Þetta er smá leikur, það er óþarfi að vandræðast með málefnið.

Jarðir og íbúðir séu eign sjálfstæðra bænda og fjölskylda.

Í Bandaríkjunum, er sagt að búið sé að eyðileggja miðstéttina.

Þá er komin elíta og svo þrælarnir, sem þiggur allt í gegn um elítuna, sem tekur þá bróðurpartinn til sín.

Allt sem þrællinn fær hefur elítan hækkað um til dæmis 100%, sem hún tekur til sín. 

Verum óhræddir við að leita lausna, og endurbæta lausnirnar eftir þörfum.

Egilsstaðir, 22.07.2018  Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband