Þegar við hættum að kenna svokölluð trúarbrögð, og skiptum yfir í að trúa á þrívíðan efnisheim, þá var ekki lengur hægt að skilja gömlu trúarbrögðin, þau byggðu öll á fjölheimum, og þeir heimar höfðu verið þekktir í þúsundir ára.

 klikka mynd, þá stærri

1062109

Þessa einstöku ljósmynd tók Árni Sæberg fyrir Morgunblaðið í Skálholti sunnudaginn 22. júlí og birtst hún á forsíðu blaðsins sunnudaginn 23. júlí.  Á einni viku hefur myndin orðið að þjóðareign. Þetta skrifar Björn Bjarnason í dagbókina sína með myndinni.

Hér eru Kirkjunnar menn í skrúðgöngu, þar sem sýnd eru Kirkjuklæði, frá hinum ýmsu tímum.

Það má þakka þeim framtakið, og að nota tækifærið sem þarna bauðst.

Við erum öll menntuð í þrívíðum tíma heimi, og kölluðum við hann efnisheim.

Þegar við hættum að kenna svokölluð trúarbrögð, og skiptum yfir í að trúa á þrívíðan efnisheim, þá var hætt að kenna um fjölvíða heiminn.

Þá var ekki lengur hægt að skilja gömlu trúarbrögðin, þau byggðu öll á fjölheimum, og þeir heimar höfðu verið þekktir í þúsundir ára, vítt um veröldina.

Hindúatrúin, talar um að efnisheimurinn, sé blekking, sýndarveröld.

Kristnin, talar um margar vistarverur, himnaríki, og aðrar miður skemmtilegar.

Þá er sagt að sá sem vill ekki, eða ætlar að taka með sér óæskilega orku inn í himnaríki, komist ekki þar inn.

Okkur er sagt að Jesú geti komið okkur inn, ef við viljum sleppa öllum óhreinindunum.

Lærðir menn Kirkjunnar, og leikmenn, verða að læra um fjölheima, og sjáendur, þá sem geta skyggnst yfir landamæri fjölheima, eins og Nikola Tesla sagði að Kristur og nokkrir fleiri þekktu og skildu fram lífið.

Við fáum kennslu í strengja kenningu, og fjölheimum, String theory og Multiverse, hjá eðlisfræði kennurum, prófessorunum.

Styðjum starfsmenn Kirkjunnar, og fyllum Kirkjurnar, ekki síst við þessir margbrotnu.

Þá fer allt að ganga vel, þá leita allir að hinu góða og þá finnum við það.

Þeir fyrstu verða síðastir, og þeir síðustu fyrstir.

Oft virðast þeir margbrotnu, eins og ræninginn á krossinum, sem finna sig algjörlega hjálparvana, geta beðið um hjálpina eins og börn.

Þegar við höldum, að við séum svolítið,  dálítið. nokkuð góðir, þá er erfiðara að koma niður brotin og hjálparvana, og þá höldum við í ýmsa eiginleika sem komast ekki inn í Himnaríkið.

Það þýðir ekkert að reyna að svindla í þessum málefnum, sjáandinn sér trúlega allan lífshringinn, allt parísarhjólið, en það er utan við þroska okkar flestra.

Muna að Kirkjan, er söfnuðurinn, og leiðtogarnir eru manneskjur líka sem þurfa stuðning frá heildinni.

Við viljum hafa Björn Bjarnason og Valdimar H. Jóhannesson, í leikmanna hópnum, og reyndar alla aðra. 

Egilsstaðir, 08.09.2018 Jónas Gunnlaugsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband