Látum Alþingi ekki selja allt til stórfyrirtækjana,
eftir skipunum frá ESB Nei við orkupakkann
Hægt er að stilla þjóðfélagið þannig, að fjárfestirinn, eða elítan, eignist allt.
Fjármálakerfið hefur stillt fjármálin þannig, að 1% eiga nú jafn mikið og hin 99 % in.
Elítan tekur alltaf meira og meira
000
Íslendingar hafa virkjað hitann í jörðinni og fallorku fallvatnana.
Þessar virkjanir, eru í eigu fólksins, og er orkan seld á kostnaðarverði, og nú höfum við Íslendingar einhverja ódýrustu orku í veröldinni.
Þetta var allt gert af Sjálfstæðismönnum, Framsóknarmönnum, Alþýðubandalagsmönnum, Alþýðuflokksmönnum það er flokkum einkarekstrar, samvinnurekstrar, og allskonar rekstur á vegum ríkis og bæjarfélaga.
Þetta á við vatns og hitaveitur, sundlaugar og íþróttahús, skóla og margt fleira.
Nú eru hinir ýmsu aðilar að virkja vind, vatns, jarðgufu og sólarorku.
Þá rekast þeir á þetta góða skipulag á orkumálefnunum á Íslandi, ódýr orka á kostnaðarverði frá eigin virkjunum, til heimila, atvinnufyrirtækja í iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði og gróðurhúsa rækt.
Einnig er selt til stóriðju og skilar það miklum arði til fólksins og þá innviða uppbyggingar, og verða atvinnu fyrir tækin samkeppnisfærari fyrir bragðið.
Ef að þessar Vatnsaflsvirkjanir, hefðu verið byggðar af einkaaðilum, þá hefði arðurinn farið að mestu úr landi.
Ég er alls ekki á móti einkarekstri, en við skoðum málefnin.
Nú er reynt að tryggja ágóða frá orkuframkvæmdum einstaklinga með því að hækka verðið á orkunni frá samvinnufélögum fólksins, með því að leggja skatt á orkuna, kalla það til dæmis auðlindaskatt skatt fyrir uppbyggingarsjóð.
Þá hækkar orkan, þannig að þetta er aðeins skattur á fólkið.
Skattur, sjóður, raunverulega aðeins bókhald.
Í Noregi er þetta fyrst og fremst, að socialista stjórnin, sem tók við ca, 1927 og stjórnaði næstu áratugi, var svo föst í sessi, allt var svo gott, þegar olíuævintýrið hófst, að hún þurfti ekki að eyða öllu strax.
Þeir áttu alltaf 50% af olíulyndunum, seldu 50% og stofnuðu svo sitt eigið olíufélag.
Bretar seldu allt og eru mun fátækari en Norðmenn.
Sú góða kona Margaret Hilda Thatcher, seldi allt til stóru olíufélagana og þá fær ríkisjóður Bretlands lítið, miðað við Norðmenn.
Vanga veltur.
Egilsstaðir, 02.11.2018 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.