Gull er alltaf með tilbúnu verði. Gimsteinar eru með tilbúnu verði. Þú getur ekki treyst neinu, segist ætla að selja gull, lækkar verðið, þá kaupi ég gull. Ég geng með þá grillu, að allir séu fífl sem ég á að spila á. Er ekki hljóðfæri til að spila á?

Gull er alltaf með tilbúnu verði. Gimsteinar eru með tilbúnu verði.

Gull og gimsteinar eru oft notaðir til að færa verðmæti í gegn um kreppu.

Það er til takmarkað magn af gulli, og þá er frekar hægt að stýra verðinu á því.

Þegar ég bý til kreppu, geri einhvern gjaldeyri verðlausan, eða bý til skort á peningum, bókhaldi, þá kaupi ég gull og sé svo um að verðið á gullinu haldist stöðugt með því að stýra framboðinu og þá verðinu.

Ég sé um að gullið haldi verðinu, þegar ég ætla að selja gull.

Þú getur ekki treyst neinu, þegar ég segist ætla að selja mikið gull, þá lækkar verðið, og þá kaupi ég gull á lægra verðinu.

Þá segi ég að ekki verði selt gull næstu 15 árin og gullið hækkar.

Ég geng með þá grillu, að allir séu fífl sem ég á að spila á.

Er ekki hljóðfæri til að spila á?

Heyrðu, nú hönnum við góðann Windows hugbúnað og endurstillum okkur víxlarana.

Þú manst, einhver sáði illgresi í akurinn.

Við spyrjum hvort ekki megi endur hanna okkur víxlarana, svo að við verðum ljúfir eins og lömb?

Munum að það er engin vandi að breyta rándýrunum,

Stendur ekki skrifað:

„Úlfur og lamb munu vera saman á beit, og ljónið mun hey eta sem naut, en moldin skal vera fæða höggormsins.“

Egilsstaðir, 18.01.2020 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þörf og góð ádrepa. Það sem skiptir máli er að rækta akurinn, þá er hægt að sniðganga "kreppu" gjaldmiðlana.

Magnús Sigurðsson, 18.1.2020 kl. 16:29

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Já, vinnan og hugurinn er það sem skiftir máli. Reynt er að láta okkur trúa því að gull sé lausnin,  en gull hefur aðeins tilbúið verð.

Elítan hefur notað gull, til að færa eignir í gegn um kreppur, og býr þá til verðið bæði á undan og eftir kreppu.

Þakk fyrir innlitið og kennsluna.

Egilsstaðir, 31.01.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 31.1.2020 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband