Stórgóð grein fyrir alla að lesa
Hér er blog: Björn Ragnar Björnsson
15.3.2020 | 08:16
https://brb.blog.is/blog/brb/#entry-2247083
10) Þeir sem verða illa veikir en lifa af eru margir með sködduð lungu. Engin veit hvort sá skaði gengur til baka. Óvissan um hvort hjarðónæmi myndist og hvort lungnaskaði af Covid-19 getur gengið til baka þýðir m.a.
að áætlun breskra stjórnvalda um að keyra sjúkdómin hægt og rólega í gegnum samfélagið með hjarðónæmismyndun sem takmark er fullkomlega óábyrg og ótæk.
Eða ætla bresk stjórnvöld virkilega að veðja lungum milljóna Breta á ósannaða hjarðónæmistilgátu?
Þar til við vitum meira er eina trygga leiðin í stríðinu við SARS-Cov-2 að stöðva smit eins hratt og mögulegt er og með öllum tiltækum ráðum. Ráðin sem vitað er að virka eru félagsleg fjarlægð/aðgreining, prófanir, rakningar, einangrun.
11) Mögulegt er að sumarhiti dragi úr eða stöðvi útbreiðslu Covid-19, en enginn getur gefið sér það sem vissu. Þvert á móti virðist varkárt að reikna með að smit verði algengt þrátt fyrir aðvífandi sumarkomu í Evrópu. Í Manila á Filipseyjum er hitastig nú á bilinu 25 - 35 gráður en þrátt fyrir það breiðist veiran út þar og samfélagslokun er þegar hafin.
Við þurfum vinna bug á SARS-Cov-2/Covid-19 og það mun mannkynið gera. Spurningin er: hvað mun það kosta, og þá er ég ekki að tala um dollaraupphæð?. Í allra, allra versta falli kostar það stórkostlegar einangrunar og fórnaraðgerðir um áraraðir en í besta falli finnum við ráð sem duga flestum á næstu mánuðum.
000
Egilsstaðir, 15.03.2020 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.