Í dag, í Ameríku sem og í Evrópu, erum við undir stjórnskipulagi seðla bankamanna í staðinn fyrir seðla hinna fullvalda ríkja. Þar af leiðandi: gríðarlegar skuldir almennings, endalaus vaxtakostnaður (okur), skattar sem eyðileggja kaupmátt og ræna fólk framleiðslu sinni, og afleiðingin er æ meiri styrking hins fjárhagslega einræðis.
Hvar eigum við að byrja til að leiðrétta undirferli bankamannanna?
Fyrsta skrefið í peningalegum umbótum, eins og fleiri og fleiri aðgerðahópar með menntuðu og gáfuðu fólki innanborðs berjast fyrir, er einmitt endurnýjun bankanna: skuldum skipt út fyrir skuldlausa peninga af réttkjörnum þar til bærum stjórnvöldum, bandaríska þinginu, og annars staðar; breska þinginu og áþekkum stjórnvöldum.
Það er skylda þessara ríkisstjórna að þjóna og vernda þjóðir sínar en ekki að leyfa fjárhagslegum ræningjabarónum að eyðileggja þær.
Við verðum að binda endi á einræði peningaaflanna!
Það verður brátt augljóst að við þurfum að afnema seðlabankakerfið sem seðlabanka í einkaeign sem að hluta til stýrist af erlendum hagsmunum.
slóð
1.12.2019 | 23:58
Slóð
13.3.2018 | 01:56
000
Fjöldi aðgerðarhópa berjast nú fyrir umbótum í peningamálum. Ríkin haldi sjálf peningabókhaldið. Peningurinn verði BÓKHALD, en ekki SKULD. Alltaf verði til bókhald, peningur vegna vinnu hvers manns.
Egilsstaðir, 27.05.2020 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.