Blogg: Hannes Hólmsteinn Gissurarson
4.8.2018 | 14:40
https://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/2220987/
000
Atburðir, sem á að kenna á öllum skólastigum á Íslandi.
„Davíð (Oddsson jg) sagði umbúðalaust að ekki væri hægt að ætlast til þess af hinu smáa íslenska ríki að það tæki ábyrgð á Icesave-innstæðunum, enda stæðu engin lög til þess.
„Þið getið sett Björgólf Guðmundsson á hausinn ef þið viljið,“ sagði hann, „og eruð sjálfsagt langt komnir með það, en þið hafið ekkert leyfi til þess að setja þjóðina á hausinn með þessum hætti.““
000
Um kvöldið buðu seðlabankastjórarnir einum af æðstu mönnum Alþjóðagreiðslubankans (BIS)* í Basel, William R. White, í kvöldverð í Perlunni, en hann hafði verið að veiða hér lax.
Talið barst, eins og við var að búast, að hinni alþjóðlegu lausafjárkreppu sem geisað hafði allt frá því í ágúst 2007.
White sagði Davíð:
„Það er búið að ákveða að einn stór banki verði látinn fara á hausinn, það verða Lehman-bræður, og síðan eitt land, og það verðið þið.“
Davíð spurði: „Hvað ertu búinn að fá þér marga gin og tónik?“ White svaraði: „Bara einn.“
Lehman-bræður fóru í þrot 15. september sama ár, og íslensku bankarnir þrír hrundu dagana 6.-8. október.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 4. ágúst 2018.)
000
*Bank for International Settlements
Egilsstaðir, 05.08.2018 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.