Það blasir við að oft hefur verið hlýrra en í dag.
Hvers vegna?
Efst er Valdimar að skoða tilurð veðurgagna, og neðar er Ágúst H Bjarnason verkfræðingur með íslenskaða grein eftir Prófessor Richard Lindzen loftslagsfræðing.
Þarna lýsir Prófessor Richard Lindzen loftslagsfræðingur hvernig ýmis gögn um loftslagsmálefnið líta út.
000
Hér er blogg: Valdimar Samúelsson
slóð
Hér er einn enn sem kemur með sönnun hve NASA on NOAA afskræmt upplýsingar. Þessi stofnun sínir að hitin í Reykjavík hefir verið falsaður en gaman væri að heyra frá veður mönnum okkar. Fyrir þá sem vilja fara beint í þessa fölsun kilkki á 10 mín en þá kemur Reykjavík fljótlega.Ég myndi horfa á þetta allt og það sem mér fannst áhugavert eru commentin úr fréttamiðlum á fyrripart síðustu aldar sérstaklega varðandi heimskautaísinn. Hann er búinn að stækka og minnka nokkrum sinnum síðan
Klikka á mynd þá stærri.
1
000
Á bloggi: Ágúst H Bjarnason verkfræðingur
slóð
Hugarflug Ágúst H Bjarnason verkfræðingur
Þar má sjá grein eftir
Prófessor Richard Lindzen loftslagsfræðingur og samfélagsvandamálið mikla
slóð
Prófessor Richard Lindzen loftslagsfræðingur og samfélagsvandamálið mikla
Þetta er góð grein, á íslensku.
Ég set hér nokkrar myndir úr greininni.
klikka þá stærri
Kaflinn: Niðurstöður Conclusion
Orðrétt og snarað á íslensku skrifar prófessor Lindzen:
Jæja, þarna hafið þið það. Óviðeigandi ágiskanir grundaðar á fölskum sönnunargögnum og endurteknar í sífellu hafa orðið pólitískt rétt þekking og er notað til að stuðla að viðsnúningi iðnaðar-menningar okkar. Það sem við munum skila til barnabarna okkar er ekki jörð skemmd af framvindu iðnaðar, heldur listi yfir óbætanlegan kjánaskap sem og landslag sem er niðurbrotið með ryðguðum vindmyllum og hrörnandi sólarselllum. Falskar fullyrðingar um 97% samdóma álit munu ekki frelsa okkur, en vilji vísindamanna að til að þegja er líklegur til að draga úr trausti og stuðningi við vísindin. Kannski mun þetta ekki vera svo slæmt eftir allt vissulega hvað varðar hin opinberu vísindi.
Það er að minnsta kosti einn jákvæður þáttur við núverandi aðstæður. Ekkert af fyrirhugaðri stefnu mun hafa mikil áhrif á gróðurhúsalofttegundir. Þannig munum við halda áfram að njóta góðs af því eina sem greinilega má rekja til hækkunar koltvísýrings; nefnilega virku hlutverki hans sem áburður fyrir gróður, og hans áhrif á gróður til að þola betur þurrka. Á meðan er IPCC að halda því fram að við þurfum að koma í veg fyrir viðbótar 0,5â¦C hlýnun, þótt 1â¦C hlýnun sem hefur átt sér stað hingað til hefur verið samfara mestu aukningu í velferð manna í sögunni.
Hér kemur mynd
Eins og þú sérð, þá eru sviðsmyndir fyrir hverja hugsanlega niðurstöðu. Þetta er ekki ólíkt því að vera frábær skytta: Skjóta fyrst og skilgreina síðan staðinn sem þú hittir sem skotmarkið. Þá getur þú alltaf sagt, við vorum búnir að spá þessu fyrir áratugum.
Lesendur eru hvattir til að hlusta á allan fyrirlesturinn sem hinn mikli reynslubolti í loftslagsfræðum, prófessor emeritus Dr. Richard S. Lindzen hélt í Lundúnum 8. október síðastliðinn. Slóðin að fyrirlestrinum, bæði texti og vídeó, er hér:
Fyrirlesturinn sem pdf skjal:
www.thegwpf.org/content/uploads/2018/10/Lindzen-2018-GWPF-Lecture.pdf
Fyrirlesturinn á YouTube:
www.youtube.com/watch?v=X2q9BT2LIUA
Ítarefni:
2
Loftslagskerfið er gríðarlega flókið samspil margra þátta. Styrkur koltvísýrings er einn þessara þátta, en lítill í samanburði við aðra. Þessi mynd gæti vel áttvið kaflann Loftslagskerfin The climate system hér að ofan.
3
Litla ísöldin svokallaða stóð yfir frá því um 1300 til um 1900. Síðan hefur hlýnað um 1 gráðu á Celcíus og þykir mörgum það ógnvænleg hækkun og hræðast tilhugsunina um að hlýnunin geti orðið meiri á nætu áratugum, jafnvel 1,5 gráður miðað við síðustu áratugi Litlu ísaldar. Þeir eru þó ekki margir sem vildu hverfa aftur til veðurfarsins sem ríkti áður fyrr öldum saman. Og þó, ekki er annað að skilja á umræðunni þessa dagana.
4
Hitafar síðustu 4000 ára hefur sveiflast upp og niður samkvæmt rannsóknum em gerðar hafa verið með því að bora djúpt í Grænlandsjökul og rannsaka breytingar á samsætum súrefnis. Við erum nú stödd þar sem ferilinn ber hæst lengst til hægri. Hlýindin fyrir árþúsundi þegar landnám Íslands stóð sem hæst leyna sér ekki. Við ferilinn hafa verið merkt inn ýmis tímabil í sögu mannkyns og er áhugavert að bera þau saman við loftslagsbreytingar.
5
Niðurstöður mælinga á ískjörnum fengnum úr rúmlega 3000 metra djúpri holu sem boruð var í Grænlandsjökul. Tímaskalinn nær allt til loka síðustu ísaldar fyrir um 11.000 árum. Skýringar eru við lóðréttu ásana vinstra megin og hægra megin. Skammvinn hlýskeið eru sýnd með grænu. Blái ferillinn nær af mælitæknilegum ástæðum aðeins til ársins 1854, en hefur verið mjög lauslega framlengdur til dagsins í dag með strikuðu línunni lengst til hægri. Það blasir við að oft hefur verið hlýrra en í dag. Hvers vegna?
Það blasir við að oft hefur verið hlýrra en í dag.
Hvers vegna?
6
Hitaferlar frá þrem stofnunum sýna hér breytigar á hitastigi lofthjúpsins frá árinu 1850. Greinilegt er að skipta má ferlinum í því sem næst í nokkur tímabil: 1) Síðustu áratugir Litlu ísaldar frá 1850 til 1910. 2) stígandi frá u.þ.b. 1920 til 1950. 3) Kyrrstaða frá 1960 til 1980. 4) Stígandi frá 1980 til 2000. 5) Kyrrstaða frá 2000 fram undir 2015. Toppurinn lengst til hægri stafar af öflugu veðurfyrirbæri í Kyrrahafinu, El Nino, sem nú er gengið yfir. Sú hækkun hitastigs sem margir hafa áhyggjur af miðast við árin krngum 1860, en eins og sjá má nemur sú hækkun um 1 gráðu Celcíus, og tæplega það.
Hvaða tímabil getum við litið á sem kjörhita? Er það Litla ísöldin, árin um 1960 eða í dag?
7
Hitaferillinn nær alla leið aftur til 1750. Eins og sjá má, þá hafa gríðarmiklar hitasveiflur orðið af sálfu sér. Um aldamótin 1900 fór hitinn að hækka og jörðin að rífa síg úr viðjum hins langvarandi kuldaskeiðs sem kallað hefur verið Litla ísöldin.
8
Meðan á litlu ísöldinni stóð var áin Thames við London oft ísi lögð.
Málverkið er eftir Abraham Hondius (1630-1695). Museum of London. Fleiri myndir af Frost Fairs á Thames eru til.
Horft er niður eftir ánni í átt að gömlu Lundúnarbrúnni. Lengst til hægri handan brúarinnar er Southwark Cathedral, og þar til vinstri sést í turn St. Olaves Church.
9
Hitamælingar á lofthjúpi jarðar frá gervihnötum frá árinu 1979. Ferillinn sýnir frávik frá meðalhita áranna frá 1981 til 2010. Háu topparnir árin 1998 og 2016 stafa af veðurfyrirbærinu El Nino í Kyrrahafinu. Segir þessi ferill okkur eitthvað um hvert stefnir á næstu árum?
Vefsíðan: Loftslagsbreytingar af völdum manna eða náttúru, eða kannski hvort tveggja?
http://www.agust.net/wordpress/2015/12/12/loftslagsbreytingar-af-voldum-manna-eda-natturu-eda-kannski-hvoru-tveggja/
000
Efst er Valdimar að skoða tilurð veðurgagna, og neðar er Ágúst H Bjarnason verkfræðingur með íslenskaða grein eftir Prófessor Richard Lindzen loftslagsfræðing. Þarna lýsir Prófessor Richard Lindzen loftslagsfræðingur hvernig ýmis gögn um
Þeir eru spakir frændurnir, og við brosum út í eitt og meðtökum fróðleikinn.
Þeir eru spakir frændurnir, og við brosum út í eitt og meðtökum fróðleikinn. Til að fleiri kynnist hugsanaganginum, leiknun hjá barninu, skaparanum í einstaklingnum, þá set ég þetta hér. 000 Sæll frændi Ole Humlum segist ekki sjá hlýnun frá 2002 til 2014
Sett á blogg: Ómar Ragnarsson Orðin "hratt kólnandi" sjást ekki lengur. En hve lengi? Þetta eru góð línurit hjá Ágústi H Bjarnasyni. Þarna sjáum við hvernig hitinn hefur hækkað og lækkað yfir árþúsundin. Við áttum okkur einnig á því, hvernig
Ágúst H Bjarnason minnir á að fyrir um 1000 árum, hafi verið jafn mikill hiti á jörðinni og í dag, og fyrir 2000 árum + og 3000 árum +, virðist hitinn hafa verið meiri en í dag.
Allir sem eru að velta þessum loftslagsvísindum, fyrir sér, þurfa að lesa eftir Ágúst H Bjarnason . Hann ætti að vera í því að auka skilning okkar, bæði alþýðu og stjórnmálamanna. Ágúst H Bjarnason minnir á að fyrir um 1000 árum, hafi verið jafn mikill
40.000 manns var stefnt til Parísar á fund, að sögn vegna mengunar, .. og yrðu aðilar að fá lög samþykkt, .. til að ráða við þennan vanda... lög sem hentuðu stórfyrirtækjunum 14.9.2016 | 23:09 24.10.2016 | 22:54
https://jonasg-eg.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2182887/
Jónas Gunnlaugsson | 24. október 2016
40.000 manns var stefnt til Parísar á fund, að sögn vegna mengunar, .. og yrðu aðilar að fá lög samþykkt, .. til að ráða við þennan vanda... lög sem hentuðu stórfyrirtækjunum 14.9.2016 | 23:09 Er þetta svona? vinsamlega láttu mig vita ef ég misskil
Loftslagsbreytingar eftir Ágúst H Bjarnason ættu allir að lesa.
21.12.2015 | 01:03
Loftslagsbreytingar eftir Ágúst H Bjarnason ættu allir að lesa. Þessi útskýring ætti að vera á hverju bloggi, til að öll þjóðin meðtaki þennan fróðleik, og myndina Mynd 2: Hnattrænar hitabreytingar síðastliðin 2000 ár. á að hengja upp á hverju heimili.
Stórkostlegt sjónarspil. Vindar og hitakerfi JARÐARINNAR. Ágúst H. Bjarnason er enn og aftur, að að vekja athygli okkar á þessum fróðleik. Við þökkum kennsluna. Egilsstaðir, 01.12.2014 Jónas Gunnlaugsson ooo http://www.agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/
Egilsstaðir, 16.12.2018 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.