Hvað er gjaldeyrir, hvað gerir gjaldeyrir

 http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/hvadergjaldeyrir/hvadergjaldeyrir.html

Hvað er gjaldeyrir, hvað gerir gjaldeyrir

og til hvers er gjaldeyrir. (hér peningur)

Gjaldeyrir er verkfæri,

til að létta mönnum að koma framleiðslu sinni í verð,

það er í aðra framleiðslu, vöru eða þjónustu.

Klukkan 13:00

Gengill kom í Gistihúsið á Egilsstöðum, og greiddi herbergi fyrir tvo í 10 daga, á

200.000 kr

Klukkan 13:15

Gistihúsið notaði þessar upphæð til að greiða skuld hjá Mjólkurbúinu á Egilssöðum,

200.000 kr

Klukkan, 13:30

Mjólkurbúið greiddi Húsasmiðjunni á Egilsstöðum byggingavöru skuld, að upphæð

200.000 kr

Klukkan 13:45

Húsasmiðjan borgaði ógreidda gistingu, á Gistihúsinu á Egilsstöðum,

200.000 kr

Klukkan 14:00

Gengill kom og, sagðist þurfa að fara á fund á Akureyri, og hvort hann gæti ekki hætt við,

og fengið endurgreiðslu, sem hann og fékk,

200.000 kr

Þarna kom Gengill með 200.000 kr í eina klukkustund, og veldur því,

að aðilar geta greitt hver öðrum skuldir sínar.

Allir sæmilega ánægðir.

Þú getur einnig sagt að Gistihúsið hafi fengið lán í bankanum klukkan 13:00

og greitt það aftur klukkan 14:00,.

Þá tekur bankinn að vísu vexti.

Gjaldeyrir er verkfæri,

til að létta mönnum að koma framleiðslu sinni í verð,

það er í aðra framleiðslu, vöru eða þjónustu.

Egilsstaðir, 25.07.2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband