Bankahrunið 2008

Bankahrunið 2008

Bankahrunið 2008

Trygginga sjóður innlána, átti að dekka tap á innlánatapi bankanna.

Þegar bankahrunið varð á Íslandi, kom í ljós að reglur um greiðslur í sjóðinn,

voru ekki hugsaðar þannig að hægt væri að greiða innstæður í algjöru hruni.

Þá sýndist bankastjórnum Evrópu að ef innstæður væru ekki tryggar,

mundu allir taka eign sína út úr bönkunum,

og þá færi allt bankakerfið á hausinn.

Til að koma í veg fyrir þetta voru búnar til nýjar reglur,

um ríkisábyrgð hvers ríkis á sínum bönkum.

Því var þrýst á Ísland um að samþykkja að greiða innstæðu tryggingar

fyrir íslensku bankanna.

Ef Ísland myndi ekki greiða, þótti það slæmt fordæmi fyrir aðra banka,

ekki síst erlenda banka í Evrópu.

Ef ekki væri ríkisábyrgð, gæti bankakerfið hrunið.

Ef litið er á málið fyrir Íslands hönd, var aldrei reiknað með,

að þessi staða kæmi upp.

Regluverk Evrópu var ekki viðbúið þessu hruni.

Íslensku bankarnir voru reknir eftir evrópskum reglum.

Það að ætla Íslendingum að taka á sig óbærilegar greiðslur, tilkomnar,

vegna galla í Evrópsku bankakerfi er ekki sanngjarnt.

Íslendingum og öllum sanngjörnum mönnum, mundi hugnast það betur,

að hvert land greiddi ákveðna upphæð á einstakling.

Þótt Evrópa sé í vandræðum, er óþarfi og reyndar ekki drengskaparbragð,

að nýta þessa kreppu til að troða á Íslandi, sem hefur aðeins 300.000 íbúa.

Ekki vil ég trúa því að, að Evrópa sé orðin svo aum, að hún þurfi

að níðast á einhverri minnstu þjóðinni í Evrópu.

Ísland getur ekki eitt bjargað Evrópu, en eins og sagt er á Íslandi,

munu bændur láta skutinn skríða ef vel er róið fram í.

Munum, að tveir eða þrír starfsmenn á Íslandi höfðu engan möguleika á,

að fylgjast með alheimsbönkum, sem höfðu allan "alheims eftirlits iðnaðinn,"

(hér væri gaman að telja upp öll fínu nöfnin á matsfyrirtækjunum)

á launum hjá sér.

Það er mesti misskilningur, ef menn halda að Íslenskir bankamenn,

hafi ekki haft góða kennara í bankaheiminum,

bæði austan hafs og vestan hafs.

Íslenskir bankamenn fóru eftir "alheims banka regluverkinu,"

sem í augum almúgamanns, er hálfgert lottó,

og eins og spilið Mattador.

Velt vöngum, 12.07.2009 jg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband