Kreppan, 2008-2009-, lausn

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/kreppan-2008-2009-/kreppan-2008-2009-lausn.htm 

Kreppan, 2008-2009-, lausn

1 9 3 0

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/krep306.html

Allar skemmur voru fullar af vörum, en þeir sem höfðu kaupgetu, voru búnir

að kaupa þær vörur sem þeir þurftu.

Samkvæmt trúarjátningu peningamanna, eða mammons dýrkenda,

mátti ekki afhenda vörur til þeirra sem ekki áttu peninga.

Þeir fátæku fengu ekki launaða atvinnu, við eitthvað gagnlegt,

til að þeir gætu keypt vörurnar.

Á þessum árum fengu einhverjir atvinnu við að byggja raforkuver,

vegaframkvæmdir og fleira. Það kom ýmsum til góða.

Þá skapaðist hættuástand í heimsmálunum, í aðdraganda að seinni

heimsstyrjöldinni, og við urðu hræddir.

Við ákváðum að kalla alla í vinnu, til að bjarga lífinu, landinu og öllu.

Það kom í ljós, að það að leyfa öllum, að vinna fyrir launum, var ekkert vandamál.

*****************************

Í dag 2008-2009 er sama vanda málið fast í huga okkar.

Lausnin er að gera það sem rétt er. ☺

Nota auðlindirnar til lands og sjávar, og auðlindirnar í mannfólkinu.

Ef einhver hugur eða hönd er ónýtt, má prenta peninga til að greiða

hverjum manni laun fyrir sína vinnu, við að gera gagn.

Verðmætið er vara eða þjónusta.

Að sjálfsögðu þarf að nota heilbrigða skynsemi, greiða hærra fyrir það

sem enginn vill gera, og eða breyta framkvæmdinni þannig

að þessi atvinna verði eftirsótt.

Hægt er að auka greiðslur til þess sem er nauðsyn, en minnka til þess

sem er minni not fyrir í bili.

Þetta kemur af sjálfu sér, ef ástúð og umhyggja er leiðarljósið.

Ástúð og umhyggja siðar barnið, og stýrir því frá hættunum.

Ástúð og umhyggja er leiðarljós móðurinnar til að ala upp framtíðina.

Ástúð og umhyggja er notuð af náttúrunni, Guði, til að leysa aðkallandi verkefni,

sem sá sem á að leysa verkefnið, kann ekki að fullu skil á.

Er ekki ráð að nota ástúð og umhyggju, til að kenna alþjóða gjaldeyriskerfinu,

nýja og góða siði.

Voru það ekki reglur alþjóða gjaldeyriskerfisins, sem settu allt á hausinn.

Við eigum ekki að skrifa upp á einhverja óútfyllta víxla, vegna skulda,

sem ófullkomnar reglur alþjóða gjaldeyriskerfisins, eiga sök á.

Leitið sannleikans, hann gerir yður frjálsa. ☺

Egilsstaðir, 02.06.2009 jg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband